fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
433

Shaw fer yfir það hvernig meðferð hann hefur fengið hjá Mourinho

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. september 2018 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Shaw bakvörður Manchester United hrósar Jose Mourinho, stjóra sínum mikið. Mourinho hefur verið harður við Shaw en það virðist vera að borga sig.

Shaw hefur spilað allar mínútur United á þessari leiktíð, eitthvað sem margir sáu ekki gerast. Shaw hefur þakkað traustið og verið einn af fáum leikmönnum United sem hefur spilað vel.

Shaw hefur gengið í gegnum erfið ár, Mourinho hefur oft gagnrýnt hann harkalega og líkamlegt atgervi hans hefur verið til umræðu.

,,Mourinho gaf mér traustið í upphafi tímabil,“ sagði Shaw.

,,Ég held að það hefði verið frekar einfallt fyrir hann að losa sig við mig ef hann hefði ekki treyst mér.“

,,Hann hefur alltaf haft trú á mér, ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér. Ég þurfti bara að komast á rétta braut aftur, hann á mjög stóran þátt í því. Hann gaf mér tækifærið og mér hefur tekist að vinna traust hans.“

,,Þetta hafa verið tvö mjög erfið ár andlega, þetta hefur gert mig sterkari. Mig langar að sanna hvað ég get gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann