Waldemar Kita, forseti Nantes í Frakklandi er ekki sáttur með Kolbein Sigþórsson framherja félagsins.
Kolbeinn er að hefja sitt fjórða tímabil með Nantes en hefur misst út mikið vegna meiðsla.
Franska félagið vildi losna við Kolbein í sumar en Kita segir að framherjinn hafi heimtað alltof mikla fjármuni svo að það gæti gengið upp.
,,Hann gat farið til Panathinaikos en hann neitaði þvi, hann vildi alltof mikið af peningum. Hann er ekki heiðarlegur og hefur ekkert gert,“ sagði Kita í samtali við franska fjölmiðla.
,,Þetta er á minni ábyrgð, ég ákvað að fá hann til félagsins. Ég ber ábyrðgina, hann er góður leikmaður en andlega hliðin er ekki nógu sterk. Strákarnir í liðinu eru ekki sáttir með hann.“
Kolbeinn er mættur aftur í íslenska landsliðið og gæti endurkoma hans komið gegn Sviss á laugardag, í Þjóðardeildinni.