Fylkir 4-1 Afturelding/Fram
1-0 Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
2-0 Margrét Björg Ástvaldsdóttir(víti)
3-0 Bryndís Arna Níelsdóttir
3-1 Samira Suleman
4-1 Hulda Sigurðardóttir
Kvennalið Fylkis mun leika í Pepsi-deild kvenna næsta suamr en þetta varð ljóst eftir leik við Aftureldingu/Fram í kvöld.
Aðeins tvær umferðir eru eftir í Inkasso-deildinni en Fylkir situr á toppnum með 42 stig eftir 16 leiki.
Fylkisstúlkur hafa átt mjög gott en liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum og fengið á sig átta mörk.
Fylkri var í engum vandræðum með Aftureldingu/Fram í kvöld og unnu að lokum sannfærandi 4-1 sigur.
Keflavík og ÍA berjast um að fylgja Fylki upp í Pepsi-deildina en þrjú stig skilja liðin að í öðru og þriðja sæti.