fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433

Hjörvar hrósar Klopp: Losaði sig við þýska trúðinn sem eyðilagði fyrir honum

Victor Pálsson
Mánudaginn 27. ágúst 2018 18:10

Karius í úrslitaleiknum 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Alisson Becker hefur byrjað með prýði á Englandi en hann var keyptur til Liverpool í sumar.

Alisson tekur við af Loris Karius sem hefur gert tveggja ára langan lánssamning við Besiktas í Tyrklandi.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki lengi að losa sig við Karius eftir tvö mistök í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, er ánægður með Klopp en hann ræddi Þjóðverjann í Messunni í gær

„Ég er ánægður með hvað Klopp er ‘ruthless’. Hann var með einhvern þýskan trúð í markinu sem eyðilagði fyrir honum Meistaradeildina. Hann fór bara í úrslit Meistaradeildarinnar og henti leiknum í ruslið fyrir Liverpool,“ sagði Hjörvar.

„Hann er búinn að henda honum til Tyrklands í tvö ár, skrifað undir í dag og bless. Þú verður að vera svona til að vinna titla og ná árangri. Hann áttaði sig á því að Karius væri bara ekki nógu góður markmaður til að taka þetta næsta skref.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Bayern gefst upp í bili
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“