Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.
Hér má sjá pakka dagsins.
Anthony Martial er tilbúinn að vera áfram hjá Manchester United en honum líkar við hvernig félagið neitaði að selja sig í sumar. (Telegraph)
Paris Saint-Germain er tilbúið að borga 100 milljónir punda fyrir Christian Eriksen, miðjumann Tottenham. (Express)
Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, er tilbúinn að bíða þar til í janúar til að skrifa undir nýjan samning. (Mail)
Monaco í frönsku úrvalsdeildinni vill fá miðjumanninn Ruben Loftus Cheek á láni frá Chelsea. (Sun)
Manchester United reyndi aldrei að fá varnarmanninn Toby Alderweireld í sumar. (Mirror)
Leicester er að íhuga tilboð í Bradley Dack, 24 ára gamlan leikmann Blackburn í janúar. (Mail)
Borussia Dortmund hefur samþykkt að borga 2,2 milljónir evra til að fá Paco Alcacer á láni frá Barcelona. (Bild)