Nabil Fekir var við það að ganga í raðir Liverpool í sumar áður en hætt var við félagaskiptin mjög óvænt.
Fekir er fyrirliði Lyon í Frakklandi en hann hafði gengist undir læknisskoðun á Anfield í júní.
Fekir hefur nú tjáð sig um misheppnuð skipti hans til Englands en hann veit sjálfur ekki hvað átti sér stað.
,,Já ég er algjörlega búinn að sætta mig við að ég komst ekki til Liverpool,“ sagði Fekir við Foot Mercato.
,,Svona hlutir gerast, þannig er þetta bara. Við verðum að halda áfram, þetta tilheyrir fortíðinni.“
,,Ég hef heyrt mikið af hlutum. Sannleikurinn? Aðeins Liverpool veit hann.“