Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, skilur ekki ákvörðun Unai Emery sem tók við liði Arsenal í sumar.
Pellegrini undrar sig á því að Emery hafi leyft Jack Wilshere að fara í sumar en hann varð samnningslaus og samdi við West Ham.
Wilshere snýr svo aftur á Emirates um helgina er West Ham heimsækir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
,,Ég spilaði hér í þrjú ár gegn Arsenal og fyrir það með Villarreal í Meistaradeildinni,“ sagði Pellegrini.
,,Jack var alltaf mjög góður leikmaður og ég veit ekki af hverju samningur hans rann út. Ég skil ekki af hverju þeir leyfðu honum að koma hingað.“