Liverpool á Englandi mun ekki leyfa framherjanum Divock Origi að semja við Borussia Dortmund í sumar.
Frá þessu er greint í dag en Dortmund hefur reynt að fá Origi frá enska félaginu undanfarnar vikur.
Dortmund vill hins vegar aðeins fá Origi á láni út tímabilið en hann lék með Wolfsburg á síðustu leiktíð.
Liverpool er ekki opið fyrir því að lána Origi og er komið með nóg af Dortmund sem reynir ítrekað að fá hann á lánssamningi.
Dortmund var ekki tilbúið að borga verðmiðann á Origi en hann mun kosta 22 milljónir punda.
Wolves reyndi að fá hann fyrir þá upphæð fyrr í sumar en Origi hafnaði sjálfur að ganga í raðir liðsins.