Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, er litríkur karakter en hann elskar að tjá sig í fjölmiðlum.
De Laurentiis hefur nú gagnrýnt fyrrum stjóra liðsins, Maurizio Sarri sem stýrir Chelsea í dag.
Sarri spilaði afar skemmtilegan bolta hjá Napoli en tókst þó ekki að vinna neitt. Juventus hefur séð um að moka að sér titlunum á Ítalíu síðustu ár.
,,Það fylgir því ákveðin ánægja að hafa spilað vel en líka biturleiki að hafa ekki unnið neitt,“ sagði De Laurentiis.
,,Við gáfum Sarri allt sem hann vildi en á þremur árum þá unnum við ekki neitt.“