Granit Xhaka er veiki hlekkurinn í liði Arsenal á Englandi segir fyrrum miðjumaður félagsins, Ray Parlour.
Parlour hefur ekki verið hrifinn af spilamennsku Xhaka í kerfi Unai Emery sem spilar allt öðruvísi en Arsene Wenger.
,,Xhaka á það til að missa boltann of mikið í þessu kerfi þar sem þeir spila út úr vörninni. Hann þarf að hreyfa sig meira ef hann getur,“ sagði Parlour.
,,Hann þarf að læra hvernig á að vera með boltann í svona stöðu. Hann er ekki næstum eins frískur og hreyfanlegur og Matteo Guendouzi.“
,,Ef hann sinnir ekki sínu starfi þá verður hann tekinn af velli, Emery hefur sýnt það. Hann var tekinn af velli í hálfleik gegn Chelsea.“