Steve Sidwell, fyrrum miðjumaður Chelsea, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 35 ára gamall.
Sidwell greindi frá þessari ákvörðun sinni í dag en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Brighton.
Sidwell spilaði stórt hlutverk í að hjálpa Brighton að komast í ensku úrvalsdeildina en kom ekkert við sögu á síðustu leiktíð.
Hann hefur nú ákveðið að kalla þetta gott og tekur að sér þjálfarastarf hjá félaginu í staðinn.
Sidwell kom víða við á ferlinum en hann er uppalinn hjá Arsenal og lék með liðum á borð við Chelsea, Aston Villa, Fulham og Stoke.