Patrick Kluivert, fyrrum framherji Barcelona, segir að það hafi verið rétt hjá syni sínum, Justin Kluivert, að hafna Manchester United í sumar.
United vildi fá Kluivert í sínar raðir frá Ajax en hann ákvað á endanum að gera samning við ítalska liðið Roma.
,,Ég er mjög ánægður með það sem hann er að gera,“ sagði Kluivert í samtali við La Gazzetta dello Sport.
,,Hann talar ekki mikið en hann er einhver sem veit hvernig á að hlusta og er metnaðarfullur.“
,,Ég hefði viljað vera áfram hjá Ajax í eitt ár en hann valdi sjálfur að gera þetta. Roma var góður möguleiki.“
,,Að fara í ensku úrvalsdeildina hefði verið erfitt. Ég held að það hafi verið of stórt skref að fara til United.“