Miðjumaðurinn Fred segir að hann hafi fengið hjálp frá fyrrum leikmanni Arsenal, Gilberto Silva, er hann ákvað að semja við Manchester United í sumar.
Fred var keyptur til United á 52 milljónir punda en Brassinn var áður á mála hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu.
Manchester City og Paris Saint-Germain höfðu einnig áhuga á Fred en eftir að hafa rætt við Silva þá var svarið að fara á Old Trafford.
,,Gilberto var frábær miðjumaður sem spilaði fyrir Arsenal,“ sagði Fred við heimasíðu United.
,,Hann ber þó mikla virðingu fyrir Manhcester United sem er augljóslega mjög stórt félag hér á Englandi.“
,,Hann hrósaði liðinu mikið og eftir að hafa rætt við Jose Mourinho og aðra hjá United þá tókum við ákvörðun um að ég myndi koma hingað. Við ákváðum að þetta yrði gott skref fyrir mig.“