Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er ekki ánægður hjá félaginu segir fyrrum leikmaður liðsins, Ian Sharpe.
Sharpe ræddi Mourinho í gær en Portúgalinn er mikið í umræðunni þessa dagana og gæti sæti hans verið að hitna á Old Trafford.
Sharpe segist einnig hafa heimildir fyrir því að leikmenn liðsins fari bara út á völl og spili eins og þeir kjósi að spila frekar en eftir leiðbeiningum Mourinho.
,,Mourinho er í dómsalnum aftur. Hann hefur aldrei litið út fyrir að vera ánægður síðan hann kom,“ sagði Sharpe.
,,Það virðist bara ekki vera neitt plan hjá Manchester United. Enginn virðist vita hvert þeir eiga að fara og hvað þeir eiga að gera.“
,,Lítill fugl hefur sagt mér að hann sé ekki að gefa leikmönnum mikið af skipunum fyrir leiki. Hann velur bara liðið og leyfir þeim að spila.“