Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur beðið varnarmanninn Benjamin Mendy vinsamlegast um að hætta að vera svo virkur á samskiptamiðlum.
Mendy elskar að setja inn færslur á Twitter-síðu sína og hafa aðdáendur hans mjög gaman að.
Guardiola telur þó að Mendy eigi að einbeita sér frekar að öðru og hefur bakvörðurinn ákveðið að hlusta á stjóra sinn.
,,Ég veit að stuðningsmennirnir elska þetta en stjórinn ræður yfir liðinu og ef hann segir eitthvað þá hlusta ég,“ sagði Mendy.
,,Allir leikmenn liðsins skilja það. Svo núna í búningsklefanum eða bara hvar sem er þá læt ég símann vera.“