Maurizio Sarri, stjóri Chelsea á Englandi, er háður sígarettum en hann er sagður reykja allt að 80 stykki á dag.
Sarri getur þó ekki fengið sér tóbak í miðjum leik á Englandi en hann heldur þó alltaf í sígarettupakkann á hliðarlínunni.
Ítalinn sá sína menn vinna 3-2 sigur á Arsenal um helgina og var ánægður með 75 mínútur af leiknum.
Sarri var hins vegar ekki sáttur við síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik og hefði frekar viljað taka sér reykingarpásu á meðan Arsenal jafnaði metin í 2-2.
,,Ég naut þess að horfa á leikinn í 75 mínútur en ekki í þessar 15 mínútur,“ sagði Sarri.
,,Það hefði verið betra fyrir mig að fara að reykja í þessar 15 mínútur. Þetta var frábær leikur fyrir alla.“