Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, var reiður í gær eftir 3-2 tap liðsins gegn Brighton.
Neville hefur enga trú á því að þetta lið United sé nógu gott til að berjast við önnur lið deildarinnar um titilinn.
,,Bailly og Lindelof voru mjög slakir í dag. Kaupin hafa verið slæm og svo enn verri. Það eru leikmenn þarna sem eru ekki nálægt því að vera nógu góðir,“ sagði Neville.
,,Þetta verður þó betra og það verður ekki auðvelt að spila gegn þeim. Ég held að þeir endi í efstu fjórum.“
,,Eins og staðan er þá er hins vegar mjög ólíklegt að þetta lið sé nógu gott til að vinna deildina.“