Graeme Souness, sparkspekingur Sky Sports, segir að Jose Mourinho, stjóri Manchester United, sé í erfiðri stöðu þessa stundina.
Mourinho og félagar í United töpuðu 3-2 gegn Brighton í deildinni í gær en spilamennska liðsins var ekki upp á marga fiska.
Talað er um að samband Mourinho við leikmenn United sé ekki frábært og hefur Souness áhyggjur af gangi mála hjá félaginu.
,,Hann er í mjög erfiðri stöðu, er það ekki? Hann missti klefann hjá Chelsea og það kostaði hann starfið,“ sagði Souness.
,,Sem þjálfari þá þarftu að ýta liðinu áfram alveg þar til samband ykkar er við það að eyðileggjast en þú mátt ekki fara yfir þá línu.“
,,Ef samband þitt við tvo eða þrjá leikmenn er slæmt þá getur það kostað þig starfið á endanum.“