Manchester City varð fyrir áfalli í dag er útlit er fyrir það að markvörðurinn Claudio Bravo verði frá út tímabilið.
Bravo sleit hásin á æfingu City í dag en hann er varamarkvörður liðsins fyrir Ederson.
Meiðsli Bravo eru alls ekki góðar fréttir fyrir City og gæti liðið nú þurft að treysta á hinn 20 ára gamla Daniel Grimshaw.
City seldi bæði Joe Hart og Angus Gunn í sumar og er Pep Guardiola ekki með marga möguleika ef Ederson skyldi meiðast.
City skoðar hins vegar þann möguleika á að fá undantekningu hjá enska knattspyrnusambandinu eftir meiðsli Bravo.
Félagið vill fá inn nýjan markvörð á láni út tímabilið þó að félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokaður.