Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur engan tíma fyrir leikmenn sem sitja á bekknum og kvarta yfir því að fá ekki að spila.
Pochettino ræddi við blaðamenn eftir 3-1 sigur á Fulham í gær en hann var spurður út í framtíð leikmannsins Toby Alderweireld sem er orðaður við brottför.
Pochettino segir að ‘sumir’ leikmenn verði einfaldlega að taka því að spila ekki eða bíða eftir að honum verði sparkað frá félaginu.
,,Leikmenn sem eru ekki að spila þurfa að bíða eftir því að ég verði rekinn eða fara annað til að finna lausn,“ sagði Pochettino.
,,Ég er svo opinn fyrir því ef leikmaður vill fara en ef þeir ætla að vera hérna þá verða þeir að sýna tryggt. Ef ekki þá finnum við lausn.“