fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433

Mourinho segir að allir séu að ljúga

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að fólk hafi mikið verið að ljúga í sumar en hann og lið United hafa verið í umræðunni.

Mourinho fer ekki út í smáatriðin en búast má við að hann sé að tala um mál Paul Pogba sem er sagður vera ósáttur hjá félaginu.

,,Mér er illa við lygar,“ sagði Mourinho við heimasíðu United fyrir leik gegn Brighton í dag.

,,Þegar blaðamenn eða sérfræðingar eru ósammála mér þá er það engin dramatík, ég hef lært að virða það. Það er partur af leiknum.“

,,Lygar eru hins vegar það sem mér er mjög illa við. Þær eiga ekki heima í þessu starfi.“

,,Þegar þú ert blaðamaður þá viltu koma fréttum til fólksins og það á að vera sannleikurinn.“

,,Ef þú starfar við að segja þína skoðun þá segirðu þína skoðun en lygar eiga ekki heima þarna. Það er búið að ljúga mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Flamengo vill fá leikmann Arsenal

Flamengo vill fá leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur

England: Wolves úr fallsæti eftir góðan heimasigur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall
433Sport
Í gær

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?
433Sport
Í gær

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag

Meira en fjórföldun á launum og 8 milljónir á dag