Eden Hazard, leikmaður Chelsea á Englandi, staðfesti það í dag að hann væri ekki á förum frá félaginu í sumar.
Hazard var lengi orðaður við brottför í sumar en Real Madrid var talið hafa mikinn áhuga á Belganum.
Hazard fer hins vegar ekki á þessu ári en óvíst er hvað hann gerir í janúarglugganum eða næsta sumar.
Það væri áfall fyrir Chelsea að missa Belgann sem hefur skorað 69 mörk í ensku úrvalsdeildinni og lagt upp önnur 41.
Aðeins tveir leikmenn hafa tekið þátt í fleiri mörkum fyrir Chelsea í úrvalsdeildinni, þeir Frank Lampard og Didier Drogba.
Hazard hefur tekið beinan þátt í 110 mörkum í deildinni fyrir Chelsea gegn 159 hjá Drogba og 237 hjá Lampard.