Fjórum leikjum var nú að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en önnur umferð deildarinnar hófst í dag.
Tottenham vann sinn annan sigur í röð er liðið mætti Fulham en leikurinn var spilaður á Wembley.
Tottenham var ekki í miklum vandræðum með nýliðana og vann að lokum 3-1 sigur og komst Harry Kane á blað í ágúst í fyrsta sinn.
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton sem vann 2-1 sigur á Southampton. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Marco Silva.
West Ham tapaði þá mjög óvænt 2-1 heima gegn Bournemouth og Leicester vann nýliða Wolves, 2-0 á King Power vellinum.
Tottenham 3-1 Fulham
1-0 Lucas(43′)
1-1 Aleksandar Mitrovic(52′)
2-1 Kieran Trippier(74′)
3-1 Harry Kane(77′)
Everton 2-1 Southampton
1-0 Theo Walcott(15′)
2-0 Richarlison(31′)
2-1 Danny Ings(54′)
West Ham 1-2 Bournemouth
1-0 Marko Arnautovic(víti, 33′)
1-1 Callum Wilson(60′)
1-2 Steve Cook(66′)
Leicester 2-0 Wolves
1-0 Matt Doherty(sjálfsmark, 29′)
2-0 James Maddison(45′)