Unai Emery, stjóri Arsenal, var ánægður með ýmislegt eftir 3-2 tap sinna manna gegn Chelsea í dag.
Emery segir að Arsenal hafi vel getað skorað fleiri mörk í leiknum en að Chelsea hafi nýtt færin sín betur.
,,Þetta snýst fyrst og fremst um hvort þú sigrar eða tapar. Við töpuðum. Úrslitin eru mikilvæg,“ sagði Emery.
,,Við vildum vinna eins og alltaf en við urðum fyrir áfalli varnarlega og fengum þrjú mörk á okkur. Við fengum samt færi til að skora meira.“
,,Leikurinn endar 3-2 en við fengum færin til að bæta við, sérstaklega í fyrri hálfleik.“
,,Við þurftum að stjórna leiknum í síðari hálfleik og skapa færi en við gerðum að ekki og héldum ekki boltanum.“
,,Við gáfum andstæðingnum tækifæri á að skora. Þeir nýttu sín færi og við gerðum það ekki.“