Unai Emery, stjóri Arsenal á Englandi, hefur staðfest það hver mun verja mark liðsins á morgun gegn Chelsea.
Það vakti athygli í fyrsta leik gegn Manchester City að Petr Cech stóð í markinu frekar en Bernd Leno.
Leno kom til Arsenal fyrir 20 milljónir punda í sumar en hann var áður aðalmarkvörður Bayer Leverkusen.
Cech var gagnrýndur fyrir sína frammistöðu á síðasta tímabili en hann virðist hafa unnið sér inn traust Emery.
Emery staðfesti það í gær að Cech yrði í marki liðsins en hann mætir þar Chelsea eftir að hafa spilað fyrir liðið í 11 ár.