Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.
Hér má sjá pakka dagsins.
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur sagt Paul Pogba að biðja um sölu ef hann vill yfirgefa félagið. (Sun)
Bayern Munchen hefur áhuga á að fá varnarmanninn Toby Alderweireld sem spilar með Tottenham. (Mirror)
Parma á Ítalíu er að fá fyrrum leikmann Arsenal, Gervinho, sem spilar með Hebei Fortune í Kína. (Mediaset)
Liverpool hefur hafnað tilboði Torino í miðjumanninn Marko Grujic en félagið vildi fá hann í láni með möguleika á kaupum næsta sumar. (Echo)
Henri Saivet, leikmaður Newcastle, er nálægt því að ganga í raðir Bursaspor í Tyrklandi á láni. (Evening Chronicle)
Georges-Kevin N’Koudou, leikmaður Tottenham, er á leið til þýska félagsins Mainz á láni. (Sky)
Roberto Martinez vill gefa Andreas Pereira, leikmanni Manchester United, tækifæri í landsliði Belga en hann vill frekar spila fyrir Brasilíu. (UOL)