Það bíða margir eftir því að riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefjist en þar spila flest stærstu félög Evrópu.
Real Madrid virkar óstöðvandi í keppninni en liðið hefur nú sigrað þrjú ár í röð eftir sigur á Liverpool í maí.
Íþróttaframleiðandinn Adidas hefur nú opinberað boltann sem verður notaður í keppninni í ár.
Boltinn á síðustu leiktíð var svartur og hvítur en Adidas ákvað að fara öðruvísi leið í þetta skiptið.
Boltinn í ár er blár og hvítur og hefur fengið mikið lof frá knattspyrnuaðdáendum á samskiptamiðlum.
Hér má sjá myndir af nýja boltanum.