Leikmenn Chelsea á Englandi geta andað léttar eftir að Maurizio Sarri var ráðinn stjóri félagsins í sumar.
Sarri tók við af Antonio Conte sem var rekinn en gengi Chelsea var ekki nógu gott á síðustu leiktíð.
Í dag er greint frá því að lífið hjá leikmönnum Chelsea sé mun þægilegra eftir komu Sarri frá Napoli.
Conte var með margar reglur sem leikmenn þoldu ekki en til að mynda voru afar strangar reglur um mataræði.
Leikmenn liðsins voru orðnir mjög þreyttir á Ítalanum og fögnuðu margir hverjir því þegar hann fékk sparkið.
Sarri á að hafa slakað vel á þessum reglum en hann vill gefa sínum mönnum meira frelsi en Conte gerði.