Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.
Hér má sjá pakka dagsins.
Ariedo Braida, yfirmaður knattspyrnumála Barcelona, segir að félagið muni ekki bjóða í Paul Pogba í sumar. (Mirror)
Schalke í Þýskalandi hefur áhuga á Ruben Loftus-Cheek, miðjumanni Chelsea og Danny Rose, varnarmanni Schalke. (Sky)
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, mun glaður selja miðjumanninn Danny Drinkwater í sumar. (Star)
Harry Maguire, leikmaður Leicester, er að skrifa undir nýjan samning við félagið en hann fær 75 þúsund pund í vikulaun. (Telegraph)
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, vill skrifa undir nýjan samning hjá félaginu. (Mirror)
Marko Grujic, leikmaður Liverpool, hefur hafnað því að ganga í raðir Cardiff og Middlesbrough á láni. (Standard)
Vitesse í Hollandi hefur áhuga á að fá Martin Odegaard, miðjumann Real Madrid á láni. (De Gelderlander)