Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, var í dag beðinn um að velja sitt draumalið skipað leikmönnum sem hann spilaði með hjá félaginu.
Scholes er talinn einn besti miðjumaður í sögu United en hann lék yfir 700 leiki fyrir liðið.
Scholes vann alls 11 deildartitla á Old Trafford og fagnaði einnig sigri í Meistaradeildinni tvisvar.
Englendingurinn lék með ófáum frábærum leikmönnum á ferlinum og fékk erfitt verkefni að velja þá bestu.
Scholes ákvað að velja sjálfan sig ekki í liðið en þeir Roy Keane, David Beckham og Ryan Giggs eru á miðjunni.
Aðeins tveir leikmenn í liðinu eru enn að spila í dag en það eru þeir Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney.
Hér má sjá lið Scholes.