fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433Sport

Wilshere: Wenger var rekinn frá Arsenal

Victor Pálsson
Mánudaginn 13. ágúst 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Wilshere yfirgaf lið Arsenal í sumar en hann skrifaði undir samning við West Ham og kom þangað á frjálsri sölu.

Wilshere fékk reglulega að spila undir stjórn Arsene Wenger á síðustu leiktíð en var ekki inni í myndinni hjá Unai Emery, nýjum stjóra liðsins.

Wenger greindi frá því að hann hafi sjálfur ákveðið að stíga til hliðar en samkvæmt Wilshere var Frakkinn rekinn.

,,Ég var á mínu síðasta samningsári og ég ræddi við þáverandi stjóra Arsenal, Arsene Wenger,“ sagði Wilshere.

,,Hann sagði mér að mér yrði ekki boðinn nýr samningur og að ég mætti fara. Ég var meiddur á þessum tíma. Það var erfitt og það voru ekki mörg lið sem vildu meiddan leikmann.“

,,Ég ákvað því að vera þar áfram og komst aftur í liðið og fékk samningstilboð í janúar. Ég var tilbúinn að skrifa undir en svo var Arsene rekinn.“

,,Þetta var mjög furðulegt, allir voru mjög hissa og Per Mertesacker, fyrirliði, sagði nokkur orð við okkur. Allir voru mjög undrandi.“

,,Það sá enginn þetta fyrir en þetta breytti öllu. Ég vildi ræða við nýja stjórann og hann var mjög hreinskilinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir

Rosalegir sautján dagar hjá Arne Slot – Sex erfiðir og áhugaverðir l eikir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United

Segir frá rauðu flaggi í fari Ten Hag – Tóku eftir því þegar þeir hittu hann í byrjun tíma hans hjá United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími

Norska undrabarnið ætlar ekki að færa sig nema að honum verði lofaður spiltími
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið

Dregið í umspilið í dag – Mikið undir fyrir íslenska landsliðið
433Sport
Í gær

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Í gær

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki