Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hefur staðfest það að nýi heimavöllur liðsins sé ekki tilbúinn til notkunar.
Tottenham spilar sinn fyrsta heimaleik í deildinni þann 15. september en hefur tímabilið á útileikjum.
Liverpool átti þá að koma í heimsókn á Tottenham Hotspur Stadium sem hefur lengi verið í vinnslu.
Tottenham staðfesti það hins vegar í dag að vegna öryggisatriða þá væri völlurinn ekki klár og verður töf á að félagið geti notað hann.
Tottenham mun þess í stað halda áfram að spila heimaleiki sína á Wembley líkt og liðið gerði á síðasta tímabili.
Leikir liðsins gegn Liverpool þann 15. september og Cardiff þann 6. október verða því spilaðir á Wembley en óvíst er með framhaldið.