Unai Emery, stjóri Arsenal, tapaði fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Manchester City.
Emery viðurkennir það að spilamennska liðsins hafi ekki verið samkvæmt áætlun og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.
,,Úrslitin voru 2-0 fyrir þeim en við vorum að bæta okkur á vellinum í 90 mínútur,“ sagði Emery.
,,Í fyrri hálfleik þá spiluðum við ekki eins og við vildum. Við töluðum um að taka meiri ábyrgð í seinni hálfleik og vildum gera meira.“
,,Við vildum byggja upp sóknir með boltann og brjóta vörnina þeirra. Við spiluðum meira eins og við vildum í seinni hálfleik.“
,,Við vildum byrja hér með stuðningsmönnunum. Við vildum gefa þeim frammistöðu en það er augljóst að við gátum ekki gert það gegn Manchester City.“