Kepa Arrizabalaga skrifaði undir samning við Chelsea á dögunum en hann er nú dýrasti markvörður sögunnar.
Kepa kostar Chelsea 71 milljón punda frá Athletic Bilbao þar sem hann var aðalmarkvörður á síðustu leiktíð.
Það er fyrrum markmanni Liverpool, Pepe Reina, að þakka að Kepa sé mættur á Stamford Bridge.
Kepa ræddi við Reina áður en hann skipti yfir til Chelsea og þá sérstaklega um stjóra liðsins, Maurizio Sarri.
Sarri og Reina unnu saman hjá Napoli áður en sá fyrrnefndi tók við Chelsea í sumar og Reina samdi við AC Milan.
Sarri er einnig sagður hafa hringt í Reina til að fá upplýsingar um Kepa sem er aðeins 23 ára gamall.