Brasilíska goðsögnin Pele er einn besti leikmaður sögunnar en hann mun fylgjast vel með ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Enska úrvalsdeildin fór af stað á ný í kvöld en Manchester United og Leicester City eigast við í fyrsta leik.
Pele telur að Liverpool muni fagna sigri í deildinni í þetta sinn en það hefur ekki gerst síðan 1990.
Pele hefur trú á löndum sínum í liði Liverpool, framherjanum Roberto Firmino og markmanninum Alisson.
Pele spurði aðdáendur sína á Twitter hvaða lið myndi vinna deildina en Manchester City er núverandi Englandsmeistari.
Margir telja að ekkert lið geti stöðvað City líkt og á síðustu leiktíð en Pele er á öðru máli.
It’s the start of the @PremierLeague today. Who do you think will win? I think it’s the year of Liverpool, Alisson and Firmino! // É o início da Premier League hoje. Quem você pensa que vai vencer? Eu acho que este é o ano do @LFC, com @Alissonbecker e Firmino! https://t.co/59koCXIIqP
— Pelé (@Pele) 10 August 2018