Varnarmaðurinn Yerry Mina er genginn í raðir Everton en hann kemur til félagsins frá Barcelona.
Mina stóð sig afar vel með Kólumbíu á HM í sumar og voru fjölmörg lið sem sýndu honum áhuga.
Barcelona fékk Mina frá Palmeiras í janúar á þessu ári en hann fékk fá tækifæri á Nou Camp.
Félagið var því tilbúið að selja hann í sumar en varnarmaðurinn kostaði liðið 11 milljónir punda.
Everton borgar hins vegar 31 milljón punda fyrir Mina sem var einnig á óskalista Manchester United.