Stuðningsmenn Tottenham hefur áhyggjufullir en félagið keypti ekki einn leikmann í sumarglugganum.
Tottenham var orðað við nokkra leikmenn í sumar en Mauricio Pochettino, stjóri liðsins, styrkti liðið ekki.
Önnur lið á Englandi hafa fengið nýtt blóð inn í sumar og var Tottenham eina liðið sem keypti ekkert.
Tottenham er á sama tíma fyrsta liðið í sögunni sem fær ekki einn leikmann inn í sumarglugganum á Englandi.
Leeds United átti mjög rólegan glugga árið 2003 en félagið fékk þá einn leikmann, Jody Morris á frjálsri sölu.
Tottenham hefur nú gert enn betur og ákveður að halda sig við nákvæmlega sama leikmannahóp og í fyrra.