Fulham styrkti sig gríðarlega mikið í sumarglugganum en liðið var allt í öllu á lokadeginum í dag.
Fulham hefur nú staðfest komu Andre Zambo Anguissa en hann kemur til liðsins frá Marseille.
Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur leikið með aðalliði Marseille í þrjú ár og spilaði hann alls 79 deildarleiki.
Anguissa er einnig landsliðsmaður Kamerún en hann á að baki 11 leiki fyrir landsliðið.
Fulham kaupir leikmanninn á 22 milljónir punda og eyddi liðið alls 104 milljónum í að styrkja liðið.