Chelsea á Englandi virðist vera búið að finna arftaka Thibaut Courtois sem er á leið til Real Madrid á Spáni.
Belgíski markmaðurinn hefur ekki mætt á æfingu síðustu tvo daga en hann vill ólmur komast til Real sem hefur áhuga.
Margir miðlar fullyrða það í kvöld að Kepa Arrizabalaga verði nýr markvörður Chelsea á þessu tímabili.
Kepa er 23 ára gamall Spánverji en hann gengur í raðir Chelsea frá Athletic Bilbao í heimalandinu.
Kepa verður um leið dýrasti markvörður sögunnar og mun kosta enska liðið 71 milljón punda.
Marca, Telegraph, Daily Mail og fleiri miðlar staðfesta það í kvöld að Kepa sé á leið til Englands til að skrifa undir samning við Chelsea.