Yerry Mina, varnarmaður Barcelona, er sagður vera búinn að ná samkomulagi við Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Spænskir miðlar greina frá því að Mina sé á leið á Goodison Park fyrir 32 milljónir punda.
Jean-Michel Aulas, forseti Lyon í Frakklandi, neitar þó að það sé satt og tjáði sig á Twitter í kvöld.
Aulas greinir þar frá því að Mina sé ekki búinn að ná samkomulagi við Everton og að hann vilji enn ganga í raðir Lyon.
Lyon hefur sýnt þessum 23 ára gamla varnarmanni áhuga sem og Manchester United.
Samkvæmt Aulas er það ekki rétt að Mina sé á leið til Everton og virðist kapphlaupið því enn vera í fullum gangi.