Miðjumaðurinn Max Meyer hefur skrifað undir samning við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta staðfesti félagið í dag en Meyer kemur til félagsins á frjálsri sölu og gerir þriggja ára samning.
Meyer er 22 ára gamall þýskur landsliðsmaður en hann á að baki fjóra landsleiki og skorað í þeim eitt mark.
Meyer yfirgaf Schalke fyrr á þessu ári en hann lék 146 deildarleiki fyrir liðið og skoraði 17 mörk.
Mörg stórlið hafa sýnt Meyer áhuga í gegnum tíðina en launakröfur hans hafa þótt allt of háar.