Manchester United varð fyrir áfalli í dag er yfirnjósnari félagsins ákvað að fara til Rússlands.
Javier Ribalta hefur undanfarna 13 mánuði verið yfirnjósnari United en hann hefur nú gert samning við Zenit í rússnensku úrvalsdeildinni.
Ribalta gerir samning við Zenit til ársins 2020 en hann mun starfa sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.
Ribalta kom til United í fyrra frá Juventus en hann hafði gert afar góða hluti hjá ítalska stórliðinu.
Ribalta vann við hlið Jim Lawlor í njósnarateymi United en félagið hefur ekki staðfest hvort annar maður verði ráðinn í hans stað.