Watford á Englandi hefur sent kvörtun til ensku úrvalsdeildarinnar eftir ráðningu Everton á Portúgalanum Marco Silva.
Watford kvartar yfir því hvernig Everton reyndi ólöglega að ráða Silva sem nýjan stjóra liðsins á meðan hann var enn við stjórnvölin hjá Watford.
Silva var mikið orðaður við Everton á síðustu leiktíð en gengið hjá Watford versnaði mikið eftir þá orðróma og var hann rekinn í janúar.
Watford hafði aldrei áhuga á að leyfa Silva að hætta hjá félagin til að taka við Everton en hann var svo ráðinn til félagsins í sumar.
Watford segir að Everton hafi augljóslega brotið reglur deildarinnar með því að reyna að tryggja sér Silva á meðan hann var samningsbndinn.
Watford biður enska knattspyrnusambandið um að rannsaka ráðningu Silva frekar og gæti Everton átt von á refsingu ef ásakanir Watford reynast sannar.