fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

United vann AC Milan eftir rosalega vítakeppni – Liverpool lagði Manchester City

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 26. júlí 2018 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru fram nokkrir leikir í ICC æfingamótinu í Bandaríkjunum í nótt en mörg stórlið taka þar þátt á undirbúningstímabilinu.

Nokkrar stjörnur sneru til baka er Liverpool og Manchester City áttust við í leik þar sem Liverpool hafði betur, 2-1.

Leroy Sane kom City yfir í leiknum áður þeir Mohamed Salah og Sadio Mane sáu um að tryggja þeim rauðu sigur. Sigurmark Mane kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Juventus sigraði Bayern Munchen 2-0 fyrr um nóttina þar sem ungstirnið Andrea Favilli gerði bæði mörk ítalska liðsins.

Tottenham var í miklu stuði gegn Roma og vann 4-1 sigur. Þeir Fernando Llorente og Lucas gerðu báðir tvö mörk fyrir Tottenham í leiknum.

Manchester United og AC Milan skildu þá jöfn, 1-1 en úrslitin í þeim leik þurftu að ráðast í vítakeppni.

Vítakeppnin var gríðarlega fjörug en United hafði að lokum betur með níu mörkum gegn átta á StubHub leikvanginum.

Manchester City 1-2 Liverpool
1-0 Leroy Sane
1-1 Mohamed Salah
1-2 Saido Mane(víti)

Juventus 2-0 Bayern Munchen
1-0 Andrea Favilli
2-0 Andrea Favilli

AC Milan 1-1 Manchester United (8-9 eftir vítakeppni)
0-1 Alexis Sanchez
1-1 Suso

Roma 1-4 Tottenham
1-0 Patrick Schick
1-1 Fernando Llorente
1-2 Fernando Llorente
1-3 Lucas
1-4 Lucas

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ange heimtar virðingu frá sparkspekingum

Ange heimtar virðingu frá sparkspekingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora
433Sport
Í gær

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Í gær

Eigendur Manchester United gefa grænt ljós á brottför

Eigendur Manchester United gefa grænt ljós á brottför