Það fóru fram nokkrir leikir í ICC æfingamótinu í Bandaríkjunum í nótt en mörg stórlið taka þar þátt á undirbúningstímabilinu.
Nokkrar stjörnur sneru til baka er Liverpool og Manchester City áttust við í leik þar sem Liverpool hafði betur, 2-1.
Leroy Sane kom City yfir í leiknum áður þeir Mohamed Salah og Sadio Mane sáu um að tryggja þeim rauðu sigur. Sigurmark Mane kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Juventus sigraði Bayern Munchen 2-0 fyrr um nóttina þar sem ungstirnið Andrea Favilli gerði bæði mörk ítalska liðsins.
Tottenham var í miklu stuði gegn Roma og vann 4-1 sigur. Þeir Fernando Llorente og Lucas gerðu báðir tvö mörk fyrir Tottenham í leiknum.
Manchester United og AC Milan skildu þá jöfn, 1-1 en úrslitin í þeim leik þurftu að ráðast í vítakeppni.
Vítakeppnin var gríðarlega fjörug en United hafði að lokum betur með níu mörkum gegn átta á StubHub leikvanginum.
Manchester City 1-2 Liverpool
1-0 Leroy Sane
1-1 Mohamed Salah
1-2 Saido Mane(víti)
Juventus 2-0 Bayern Munchen
1-0 Andrea Favilli
2-0 Andrea Favilli
AC Milan 1-1 Manchester United (8-9 eftir vítakeppni)
0-1 Alexis Sanchez
1-1 Suso
Roma 1-4 Tottenham
1-0 Patrick Schick
1-1 Fernando Llorente
1-2 Fernando Llorente
1-3 Lucas
1-4 Lucas