Jeff Reine-Adelaide hefur yfirgefið lið Arsenal á Englandi en þetta staðfesti hann sjálfur í kvöld.
Reine-Adelaide er 20 ára gamall miðjumaður en hann kom til Arsenal árið 2015 frá Lens í Frakklandi.
Frakkinn fékk ekki mörg tækifæri hjá Arsenal en hann kom alls við sögu í átta leikjum fyrir liðið á þremur árum.
Leikmaðurinn var lánaður til Angers í Frakklandi á síðustu leiktíð og lék þar tíu leiki.
Hann hefur nú skrifað endanlega undir hjá Angers en miðjumaðurinn gerir fjögurra ára samning.