Aberdeen 1-1 Burnley
1-0 Gary Mackay-Steven (víti, 19′)
1-1 Sam Vokes(80′)
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir lið Burnley í dag sem mætti Aberdeen í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Aberdeen komst yfir í leik kvöldsins á 19. mínútu leiksins er Gary Mackay-Steven skoraði úr vítaspyrnu.
Burnley lenti í áfalli strax í byrjun leiks er markvörðurinn Nick Pope þurfti að fara af velli vegna meiðsla.
Staðan var 1-0 fyrir Aberdeen þar til á 80. mínútu leiksins er varamaðurinn Sam Vokes jafnaði metin.
Það reyndist síðasta mark leiksins og er Burnley því í nokkuð góðri stöðu fyrir síðari viðureign liðanna.