Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
Chelsea er að íhuga að taka tilboði Barcelona í vængmanninn Willian. Spænska liðið bauð 65 milljónir punda í þennan 29 ára gamla leikmann. (Mail)
Chelsea hefur þá enn áhuga á að fá Anthony Martial, framherja Manchester United, í sumar. (Talksport)
Marcos Rojo er sá líklegasti til að yfirgefa United ef félagið nær samkomulagi við Leicester um kaup á Harry Maguire. (Mirror)
Útlit er fyrir það að Nabil Fekir, leikmaður Lyon, muni ekki ganga í raðir Liverpool í sumar. (Express)
Liverpool mun hins vegar ræða við Besiktas á næstu dögum í von um að tryggja sér varnarmanninn Domagoj Vida. (Star
Yerry Mina, leikmaður Barcelona, er á leið frá félaginu í sumar en Everton er líklegast til að tryggja sér þjónustu hans. (Goal)
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, mun segja nýjum eigendum félagsins að hann vilji komast til Tottenham. (Telegraph)