Thibaut Courtois, markvörður Belgíu, var alls ekki hrifinn af franska landsliðinu er liðin áttust við í undanúrslitum.
Courtois gagnrýndi leikstíl Frakklands í leiknum en Frakkar fóru alla leið og unnu Króata á endanum í úrslitum, 4-2.
Courtois og Eden Hazard, leikmenn Belgíu, sögðu eftir leik að Frakkar hafi ekki viljað spila fótbolta og að tefja leikinn hafi verið það mikilvægasta.
Markvörðurinn horfði á úrslitaleikinn gegn Króatíu en ákvað að slökkva á sjónvarpinu eftir lokaflautið.
,,Ég ákvað að slökkva á sjónvarpinu á 94. mínútu leiksins,“ sagði Courtois við RTBF.
,,Ég hafði alls engan áhuga á því að horfa á franska liðið fagna þessum titli.“