Frakkland tryggði sér sigur á HM í gær með sigri á Króatíu í úrslitaleiknum. Lokastaðan var 4-2 fyrir þeim frönsku.
Olivier Giroud kom reglulega við sögu hjá Frökkum í mótinu en hann spilaði 81 mínútu í leik gærdagsins.
Giroud er þekktur fyrir það að skora mörk en hann var duglegur fyrir framan markið hjá Arsenal á Englandi.
Giroud var þó í öðru hlutverki á HM en hann náði ekki einu skoti á markið í allri keppninni.
Giroud byrjaði ekki fyrsta leik Frakka gegn Ástralíu en fékk svo reglulega að byrja leiki fyrir liðið í keppninni.
Alls spilaði Giroud 546 mínútur á HM en tókst ekki að eiga skot á rammann.