Kylian Mbappe var frábær fyrir Frakka á HM í sumar og komst í sögubækurnar er liðið tryggði sér sigur í mótinu.
Mbappe varð aðeins annar táningurinn til að skora í úrslitaleik HM en hann komst á blað í 4-2 sigri á Króötum í gær.
Aðeins einn annar leikmaður hefur afrekað það en það var brasilíska goðsögnin Pele.
Pele er orðinn þreyttur á að Mbappe sé að slá eða jafna sín met og hótar nú að taka fram skóna á ný.
Pele er 77 ára gamall í dag og verður það því að teljast ólíklegt að hann muni byrja að raða inn mörkum á ný eins og í gamla daga.
,,Ef Kylian heldur áfram að jafna metin mín þá þarf ég kannski að dusta rykið af skónum,“ skrifaði Pele á Twitter.
If Kylian keeps equalling my records like this I may have to dust my boots off again… // Se o @KMbappe continuar a igualar os meus records assim, eu vou ter que tirar a poeira das minhas chuteiras novamente…#WorldCupFinal https://t.co/GYWfMxPn7p
— Pelé (@Pele) 15 July 2018